Tímabært er að Kristján Lárus svariþví strax hvort hann hafi flutt þingsályktunartillögu sína of seint um að rjúfa einangrun Fjallabyggðar við byggðir Skagafjarðar.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Hættuástand vestan einbreiðu Strákaganganna vekur spurningar um, hvort endalok Siglufjarðarvegar sem liggur yfir þrjú stór berghlaup geti verið í sjónmáli. Engin spurning er hvort það gerist, aðeins hvenær. Margt hefur áður farið úrskeiðis hjá stuðningsmönnum Héðinsfjarðar- og Vaðlaheiðarganga, sem eiga mörgum spurningum ósvarað. Það gildir líka um fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra, sem þoldu það illa þegar Alþingi samþykkti í febrúar 1999 að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þungaflutningarnir eiga ekkert erindi í gegnum íbúðabyggðina á Siglufirði og Ólafsfirði vegna slysahættunnar sem er alltof mikil.

Síðan Siglufjarðarvegur var lagður um Almenninga á árunum 1965-66 hefur hann þurft mikið viðhald vegna stöðugs landsigs sem er orðið óleysanlegt vandamál. Norðan Dalvíkur er ástandið engu betra. Þess verður ekki langt að bíða að þetta hættuástand taki alltof mörg mannslíf á núverandi vegi

...