Hætt er við að snarversnandi lánsfjárþörf ríkissjóðs valdi ruðningsáhrifum á skuldabréfamarkaði. Ríkið hefur misst af tækifærum til að lækka vaxtakostnað.
Áætlanir um heildarjöfnuð og lánsfjárjöfnuð
Áætlanir um heildarjöfnuð og lánsfjárjöfnuð

Andrea Sigurðardóttir
Andrea@mbl.is

“Það er hætt við að ruðningsáhrif ríkissjóðs á skuldabréfamarkaði geti orðið mikil næstu árin og því alls óvíst hvort kjör annarra útgefanda muni batna þegar og ef vaxtalækkunarferli hefst, ef fjárþörf ríkissjóðs er jafnmikil á sama tíma,” segir Agnar Tómas Möller, fjárfestir á skuldabréfamarkaði.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að lánsfjárjöfnuður verði neikvæður um tugi milljarða á ári út árið 2029, en lánsfjárjöfnuður sýnir hve mikið lánsfé ríkissjóður þarf til að fjármagna starfsemi sína. Lítið þarf til að jöfnuðurinn versni enn frekar.

Agnar segir ríkissjóð hafa misst af tækifærum til að lækka vaxtakostnað og draga úr endurfjármögnunaráhættu. “Undanfarið ár má segja að það hafi verið skortur á lengri skuldabréfum ríkissjóðs. Útgáfuáætlunin hefur verið smá í sniðum auk þess sem eftirspurn erlendra aðila

...