Gréta er Reykvíkingur og ólst upp í Laugardalnum og í Sviss 2000-2006, en foreldrar hennar voru í sérnámi í tannlækningum í Bern.

30 ára Gréta er Reykvíkingur og ólst upp í Laugardalnum og í Sviss 2000-2006, en foreldrar hennar voru í sérnámi í tannlækningum í Bern. „Það voru skemmtileg ár og gaman að prófa að upplifa það að búa erlendis og á ég enn góða vini þaðan.”

Gréta gekk í Laugalækjarskóla og síðan í Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2014. „Það ríkti aðeins óvissa hvað skyldi gera í kjölfarið en ég ákvað að feta í spor foreldra minna og reyna við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Fór strax í númerus klásus haustið 2014 en komst ekki inn og vann þá sem aðstoðarmanneskja tannlæknis og fann hvað ég virkilega þráði að verða tannlæknir.” Svo kom taka tvö í númerus klásus og komst Gréta þá inn í tannlæknanámið jólin 2015. Hún útskrifaðist frá Tannlæknadeild HÍ vorið 2021 og hefur starfað sem tannlæknir á Tannlæknastofunni Valhöll síðan hún útskrifaðist.

Helstu áhugamál Grétu eru utanvegahlaup, vera

...