Sæunn Snorradóttir Sandholt, endurskoðandi í London, segir fjárfesta halda að sér höndum vegna pólitískrar óvissu.
Sæunn Snorradóttir á skrifstofu sinni við Covent Garden í London.
Sæunn Snorradóttir á skrifstofu sinni við Covent Garden í London.

Sæunn Snorradóttir Sandholt, millistjórnandi hjá bresku endurskoðunarskrifstofunni Blick Rothenberg í London, segir marga hafa áhyggjur af skattahækkunum í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi á morgun.

Sæunn var fyrsta erlenda konan sem ráðin var til starfa hjá Blick Rothenberg og er hún nú millistjórnandi hjá stofunni sem hefur um 800 starfsmenn.

Hún segir endurskoðun hafa verið mikið karlaveldi í London.

Hlutur kvenna undir 10%

„Til dæmis eru tvær konur meðeigendur í minni deild en ætli það séu ekki alls um þrjátíu meðeigendur í deildinni. Þannig að hlutur kvenna er undir 10%. Það er þó mikið að breytast. Við erum til dæmis komin með sérstaka nefnd í okkar fyrirtæki en markmiðið er að finna út hvað hindrar konur í að ná lengra og hvernig við getum hjálpað þeim að ná lengra,” segir Sæunn.

Hún gekk í gegnum langt og strangt

...