„Mig langaði að gera fallega bók og sýningu sem sýnir bæði fegurðina og ljótleikann í lífinu en mér finnst mikilvægt að horfa á báðar hliðar,” segir Hlynur Pálmason
Hestur „Eftir að við felldum hestinn byrjaði ég að efast og þegar ég var þarna einn að ljósmynda fyrstu dagana þá velti ég því oft fyrir mér hvað ég væri eiginlega að gera,“ segir Hlynur um Harmljóð um hest.
Hestur „Eftir að við felldum hestinn byrjaði ég að efast og þegar ég var þarna einn að ljósmynda fyrstu dagana þá velti ég því oft fyrir mér hvað ég væri eiginlega að gera,“ segir Hlynur um Harmljóð um hest. — Ljósmynd/Hlynur Pálmason

Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is

„Mig langaði að gera fallega bók og sýningu sem sýnir bæði fegurðina og ljótleikann í lífinu en mér finnst mikilvægt að horfa á báðar hliðar,” segir Hlynur Pálmason, mynd­listar- og kvikmyndagerðarmaður, sem sendi nýlega frá sér ljósmynda­bókina Harmljóð um hest. Í bókinni er að finna 80 ljósmyndir sem teknar eru yfir þriggja ára tímabil og sýna rotnunarferli hests í síbreytilegu umhverfi. Sýning á ljósmyndunum stendur opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar sýnir hann einnig vídeóinnsetningu, beinagrindina og kassann sem hesturinn er nú geymdur í. Að sögn Hlyns er sýningin frekar upplifun á meðan bókin er yfirlit yfir allar myndirnar.

Ljósmyndasýningin sem gengur undir sama nafni, Harmljóð um hest, var fyrst sett upp í Svavarssafni árið 2022. Sýningin hefur tekið breytingum en að sögn Hlyns var sú sýning meira eins og forsýning. Hann segir

...