Mark Andrea Rut Bjarnadóttir skorar sigurmark Blika á Sauðárkróki.
Mark Andrea Rut Bjarnadóttir skorar sigurmark Blika á Sauðárkróki. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Breiðablik náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöld með torsóttum sigri gegn Tindastóli á Sauðárkróki, 1:0.

Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði þó sigurmarkið strax á 5. mínútu með góðu skoti frá vítateig en Skagfirðingar stóðu vel í toppliðinu það sem eftir lifði leiks.

Þetta var tíundi sigur Breiðabliks í ellefu leikjum og liðið er með 30 stig. Valskonur eru með 27 og fá Þrótt í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Tindastóll seig niður í áttunda sætið með 10 stig.

Stjarnan fór hins vegar upp fyrir bæði Tindastól og Þrótt og í sjötta sætið með því að sigra Keflavík 1:0 í Garðabæ. Úlfa Dís Úlfarsdóttir skoraði sigurmarkið sem var kærkomið fyrir Stjörnukonur eftir fjóra tapleiki í röð. Markið skoraði hún með föstu skoti rétt utan vítateigs á 59. mínútu.

Stjörnukonur eru nú með 12 stig í sjötta sætinu en Keflavik situr eftir í fallsæti með 6

...