Í könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní síðastliðnum og kemur fram að 13% aukning verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum.

Baksvið
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is

Í könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní síðastliðnum og kemur fram að 13% aukning verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Um er að ræða verulegan viðsnúning frá því sem verið hefur en sambærileg könnun sem gerð var í lok síðastliðins árs benti til 21% samdráttar. Könnunin var gerð á meðal verktaka sem byggja íbúðir í eigin reikning en fyrri kannanir þykja hafa haft gott forspárgildi fyrir markaðinn.

Heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá þeim verktökum sem þátt tóku í könnuninni er 2.554. Reikna stjórnendur fyrirtækjanna með því að afhenda af þeim 1.620 íbúðir á næstu tólf mánuðum og hefja byggingu á 1.943 íbúðum á þeim tíma. Því verða 2.877 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði hjá þessum fyrirtækjum sem er 13% aukning frá því sem nú er.

Könnunin leiðir jafnframt í ljós að

...