Óskynsamlegt væri að hækka skatta á Íslendinga, sem greiða nú þegar einhverja hæstu skatta í heimi.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er að auka aðhald og hætta hallarekstri hins opinbera, ríkis jafnt sem sveitarfélaga. Heildarútgjöld hins opinbera, sem hlutfall af landsframleiðslu, hafa hækkað mjög og eru nú sennilega hæst á Íslandi meðal aðildarríkja OECD.

Við slíkar aðstæður er ánægjulegt að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra skuli boða aðhaldssöm fjárlög. Ráðherrann virðist gera sér grein fyrir því að aðhald í opinberum fjármálum er besta leiðin til að takast á við verðbólgu, háa vexti og sligandi vaxtagreiðslur ríkissjóðs.

Skuldir í dag eru skattur á morgun

Víða eru tækifæri til aðhalds og sparnaðar í opinberum rekstri. Stjórnmálamenn hafa í of miklum mæli velt dýrum verkefnum með óvissum kostnaði yfir á íslenska skattgreiðendur. Slík verkefni verður að endurskoða enda eru þau ein helsta ástæðan fyrir miklum hallarekstri og lántökum hins opinbera. Með

...