Apótek. Farið er að bera á skorti á lyfjafræðingum hér á landi.
Apótek. Farið er að bera á skorti á lyfjafræðingum hér á landi. — Ljósmynd/ Colourbox

Í blaðinu í gær var rætt við deildarforseta lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, Berglindi Evu Benediktsdóttur, um áhyggjur Lyfjastofnunar af þeim fjölda nemenda sem innrita sig í námið og tillögur stofnunarinnar til að bregðast við því. Berglind vildi meina að fjöldi lyfjafræðinema væri ekki áhyggjuefni en til að auka hlutfall faglærðs starfsfólks í apótekum þyrfti frekar að huga að starfsaðstæðum. Í því ljósi ætti að skoða hvort apótek séu ekki of mörg, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborgar að hafa skoðun

Fjöldi apóteka á landinu í árslok 2023 var 74 en það gerir um 5.240 íbúa á hvert apótek. Til samanburðar var talan 4.697 árið 2019.

Forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, segir að vissulega séu apótek fleiri hér en annars staðar á Norðurlöndum en hlutverk Lyfjastofnunar sé ekki að hafa skoðun á hvort apótek séu of mörg.

...