Jörðin Hvassahraun á norðanverðum Reykjanesskaga er komin í söluferli.
Hvassahraun. Eigendur jarðarinnar hafa sett hana í sölu á ný en umræða hefur verið uppi um að byggja þarna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið, í stað Reykjavíkurflugvallar. Tvö tilboð hafa borist en báðum verið hafnað.
Hvassahraun. Eigendur jarðarinnar hafa sett hana í sölu á ný en umræða hefur verið uppi um að byggja þarna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið, í stað Reykjavíkurflugvallar. Tvö tilboð hafa borist en báðum verið hafnað. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Magnús Leópoldsson fasteignasali segir tvö tilboð hafa borist en þau verið felld. Ekkert ásett verð er á jörðinni og landeigendur í félaginu Sauðafelli hafa óskað eftir tilboðum.

Jörðin, sem er um 2.200 hektarar að flatarmáli, hefur mikið verið í umræðunni síðustu misserin varðandi hvort þar eigi að byggja nýjan innanlandsflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar.

Guðlaugur Jónasson, stjórnarformaður Sauðafells, segir við Morgunblaðið að jörðin hafi áður verið í sölu en söluferli sé nú virkt á ný. Spurður segist Guðlaugur ekki telja miklar líkur á að flugvöllur muni rísa í Hvassahrauni.

„Líkur á flugvelli hafa minnkað vegna eldsumbrota á Reykjanesinu, hvað sem verður í framtíðinni veit maður náttúrulega ekki,” segir hann og bætir við að hann sjái fyrir sér að kannski væri hægt að setja upp aðstöðu fyrir þyrlur sem gætu þjónustað ferðamenn.

Vatnsútflutningur og landeldi

...