María Jóhanna Lárusdóttir fæddist 14. október 1946. Hún lést 20. júní 2024.

Útförin hennar fór fram 3. júlí 2024.

Hérna megin móðunnar miklu er komið að endanlegri kveðjustund og eftir u.þ.b. sextíu ára nána samfylgd blasir mynd þín við úr hafi minninganna, björt, hlý og rismikil. Þú naust ómælds ástríkis og aðdáunar í æsku, þó að öryggi föðurhúsanna hafi á vissan hátt brugðist þér; en þú varðst aufúsugestur hjá ömmu Jóhönnu, Fríðu föðursystur, ömmu Maríu og Ernu móðursystur, sem allar dýrkuðu þig. Samveru þeirra naust þú til hins ýtrasta, enda gömul sál, og kunnir alltaf vel að meta samræður við þér eldra og lífsreyndara fólk. Þú varst farsæl kona og byggðir líf þitt á gömlum og góðum gildum, með sjarma og léttu bóhemísku innslagi og tókst hinum ýmsu áskorunum tilverunnar lausnamiðuð, óvílin og yfirveguð.
Á menntaskólaárunum á Akureyri

...