Jósefína Friðriksdóttir fæddist 5. maí 1942. Hún lést 25. júní 2024.

Útför Jósefínu fór fram 4. júlí 2024.

„Hún heitir Jósefína af því að hún er svo fín,” staðhæfði lítil stúlka á ganginum í Vallaskóla. Vissulega rétt. Steingerður nefndi einmitt boðin sem „Sláturfélagið” þáði hjá henni og minnti á dönsk kaffisamsæti; fallegur borðbúnaður, silfurskeiðar og eitthvað heimalagað ásamt öðru.
Jósí rak á tímabili litla antikverslun með hlutum sem komu frá Danmörku. Við komum stundum saman og fægðum silfur sem var í versluninni. Af því leiddi að félagsskapur þessi var nefndur „Silver-group”, til að tolla í tísku erlendra nafngifta sem þá tíðkuðust, rétt fyrir hrunið.
Jósí var mikill fuglavinur og átti um tíma lítinn hænsnakofa og útibúr í garði sínum. Hani prýddi þennan litla hóp og hét Ólafur og brúna hænan Dorrit.
Hún

...