Þorsteinn Tandri Helgason múrarameistari fæddist í Reykjavík 8. júlí 1979. Hann varð bráðkvaddur 15. júní 2024.

Foreldrar hans voru Helgi Þorsteinsson rennismiður, f. 1946, d. 2020, og Kristín Magnadóttir bókari, f. 1953. Systkini Tandra eru þrjú: Ása, f. 1969, búsett í Noregi. Börn hennar eru Atli Þór, Íris Arna og Kristín Ósk; Vigdís, f. 1972, búsett á Ítalíu, maki hennar Roberto Travagini, f. 1970, og börn þeirra Gabríel Ísarr og Luna Björk; Ólafur Sindri hagfræðingur, f. 1981, maki hans Fríða Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1982, verkfræðingur, og synir þeirra Jóhann Helgi og Sigurjón Magni.

Tandri kvæntist Björk Viðarsdóttur, lögfræðingi og framkvæmdastjóra, f. 1978, þann 28. ágúst 2004. Börn þeirra eru Arnar Freyr háskólanemi, f. 2. júlí 2004, Sara María, f. 21. maí 2007, og Sandra Kristín, f. 21. maí 2007, báðar

...