Magnús Ásgeir Bjarnason fæddist á Ísafirði 25. febrúar 1937. Hann lést á Landspítalanum 11. júní 2024.

Foreldrar hans voru Ásta Lilja Vestfjörð Emilsdóttir, f. 1913, d. 1947, og Bjarni Þorsteinsson rafvirki, f. 1904, d. 1948.

Systkini Magnúsar á lífi eru Hulda Bjarnadóttir, f. 1932, Margrét Bjarnadóttir, f. 1940, og Sverrir Kr. Bjarnason f. 1940, einnig uppeldisbróðir, Ólafur Grímur Björnsson, f. 1944. Látin eru Emil Óskar Bjarnason, f. 1934, d. 1951, Kristinn Gunnar Bjarnason, f. 1936, d. 1956, og einnig uppeldissystur hans; Selma Gunnarsdóttir, f. 1940, d. 1971, og Kristín (Nína) Gunnarsdóttir, f. 1943, d. 1945.

Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Aðalheiður Þ. Erlendsdóttir (Heiða), f. 10. ágúst 1939. Dætur þeirra eru Berglind Guðríður, f. 1963, og Ásta Rósa, f. 1968. Barnabörn Magnúsar og Heiðu

...