Pólitískt umboð í Bretlandi veikist enn

Helsta tákn þingbundins lýðræðis Bretlands er flutningabíll. Nánar tiltekið flutningabíllinn, sem kemur í Downingstræti 10 að morgni eftir kosninganótt til þess að flytja burt hafurtask forsætisráðherra ef hann skyldi hafa beðið ósigur, því þá gefast engir frekari frestir eða fínerí. Eins og útlit er fyrir að sé raunin þegar þessi orð eru lesin.

Miðað við útgönguspár í Bretlandi verða endanleg kosningaúrslit þar í landi mjög áþekk því sem skoðanakannanir hafa sagt fyrir um, allt frá því boðað var til kosninga fyrir aðeins sex vikum og raunar sáralítið hreyfst síðan.

Úrslitin gætu vart verið afdráttarlausari, þau fela í sér stórsigur Verkamannaflokksins og útreið Íhaldsflokksins.

Kjördæmafyrirkomulagið þar í landi er beinlínis sniðið til þess að færa sigurvegurum kosninga vænan þingmeirihluta til þess að koma málum sínum í gegn, en um leið að auðvelda kjósendum að losa sig við óvinsælar

...