Hvers vegna ætti Emmanuel Macron forseti að taka áhættuna á að ganga til kosninga sem öflin lengst til hægri eru líkleg til að vinna? Vegna þess að hann hefur nú verið ófær um að stjórna landinu í tvö ár og vegna þess að það gæti á endanum reynst honum í hag að hlaða þeim skyldum, sem fylgja valdinu, á herðar óreynds keppinautar.
Zaki Laidi
Zaki Laidi

París | Öndvert við það sem búist var við fylgdu engar meiriháttar pólitískar breytingar Evrópukosningunum fyrr í mánuðinum. Valdajafnvægið í Evrópuþinginu hélst meira eða minna stöðugt, þrátt fyrir örlitla fjölgun sæta aflanna lengst til hægri og einkum og sér í lagi hjá óháðum frambjóðendum.

Þótt óttinn við bylgju lengst til hægri reyndist orðum aukinn var Frakkland stóra undantekningin. Endurreisnarflokkur Emmanuels Macrons forseta fékk aðeins 14,6% atkvæða, en hin hægrisinnaða Þjóðhreyfing Marine Le Pen 31,4%. Macron brást þegar við með því að tilkynna öllum að óvörum að hann hygðist leysa upp þingið og boða til kosninga í skyndi.

Franska stjórnarskráin heimilar Macron reyndar að leysa upp þingið komist hann að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki lengur pólitískt umboð, en forsetar Frakklands hafa sjaldan tekið þetta skref. Eina sambærilega fordæmið er ákvörðun Jacques Chiracs

...