Ferðafólk þarf á fræðslu og aðstöðu að halda hvert sem leið þess liggur.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Í meira en þrjá áratugi hef ég starfað við ferðaþjónustuna á Íslandi sem leiðsögumaður. Eðlilega hefur margt breyst mjög mikið á þessum tíma. Segja má að skil hafi orðið vorið 2010 er gosið í Eyjafjallajökli olli gríðarmiklum áhuga víða um heim fyrir landinu okkar, náttúru þess, íbúum, menningu, sögu og atvinnuháttum.

Því miður hefur fjöldamargt mátt fara betur og ef það væri tíundað yrði það væntanlega býsna löng skýrsla. En það er alltaf mikilvægt að hafa í huga að bæta það sem unnt er. Stundum þarf gjörbreytingu hugarfars þegar þannig stendur á.

Rétt er að benda á hve vel hefur tekist til við endurgerð göngustíga ofan við Gullfoss. Þar var farið í framkvæmdir meðan covid-ástandið var og mikið dró úr aðsókn á vinsælum ferðamannastöðunum okkar. Má segja að yfirvöld sem málið varða hafi tekið hárrétta ákvörðun á réttum tímamótum. En þar bíður enn að sett séu upplýsingaskilti en verður vonandi fljótlega

...