Lokun. Heilsugæslan í Hveragerði.
Lokun. Heilsugæslan í Hveragerði.

Íbúar í Hveragerði hafa verið án heilsugæslu frá 27. maí sl. og verða í allt sumar. Öll starfsemi heilsugæslunnar í Hveragerði verður í Þorlákshöfn á meðan en Hvergerðingum er einnig frjálst að leita á heilsugæsluna á Selfossi.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við Morgunblaðið að unnið verði að mikilvægum viðhaldsframkvæmdum og breytingum á húsnæði heilsugæslunnar í Hveragerði meðan á lokun stendur. Breytingum sem séu löngu tímabærar enda sé núverandi húsnæði ekki gott undir heilsugæslu. „Við höfum svo sem ekki önnur úrræði þannig að verið er að bæta húsnæðið þannig að það henti starfseminni betur. Þetta á þannig að leiða til einhvers góðs fyrir okkar skjólstæðinga og starfsfólkið.”

Framkvæmdir hafa tafist

Aðspurð segir Díana húsnæðið í Þorlákshöfn bera starfsemi beggja heilsugæslanna þótt þröngt sé. „Það gerir það tímabundið

...