„Fyrirtæki í stóriðju eru stærstu viðskiptavinir okkar í dag en hugmyndafræði Rubix í Evrópu er að vera sá aðili sem önnur fyrirtæki leita til hvað varðar sinn daglega rekstur. Hvort sem þau vantar pappír, reykgrímur, glussaslöngur, rafmótor eða nánast hvaða rekstrarvöru sem er, eiga þau að geta komið til okkar" segir Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri Rubix Ísland, í samtali við Morgunblaðið.
Atvinnulíf. Jóhann Eðvald Benediktsson framkvæmdastjóri Rubix segir fyrirtæki geta leitað til Rubix eftir nær öllum rekstrarvörum og þjónustu.
Atvinnulíf. Jóhann Eðvald Benediktsson framkvæmdastjóri Rubix segir fyrirtæki geta leitað til Rubix eftir nær öllum rekstrarvörum og þjónustu. — Ljósmynd/Eyþór Árnason

„Fyrirtæki í stóriðju eru stærstu viðskiptavinir okkar í dag en hugmyndafræði Rubix í Evrópu er að vera sá aðili sem önnur fyrirtæki leita til hvað varðar sinn daglega rekstur. Hvort sem þau vantar pappír, reykgrímur, glussaslöngur, rafmótor eða nánast hvaða rekstrarvöru sem er, eiga þau að geta komið til okkar,” segir Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri Rubix Ísland, í samtali við Morgunblaðið.

Byrjuðu á núlli

Rubix Ísland, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á varahlutum og iðnaðarvörum, hóf starfsemi á Íslandi árið 2007, þá undir merkjum Brammer, er í eigu Rubix Group, eins stærsta birgja iðnaðarvara í Evrópu. Jóhann segir fyrirtækið hafi vaxið frá núlli upp í það sem það er í dag.

Velta Rubix nam um sex milljörðum króna á síðasta ári og hjá því starfa um 70 manns, á þremur stöðum, það er í Kópavogi, Reykjanesbæ og á Reyðarfirði en þar hefur

...