Listakonan Chili Seitz býr og starfar í Kiel í Þýskalandi.
Listakonan Chili Seitz býr og starfar í Kiel í Þýskalandi.

Þýska myndlistarkonan Chili Seitz opnar sýninguna bits of land and sea í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, á sunnudag, 7. júlí, kl. 14. Sýningin er í tilkynningu sögð skiptast í tvo hluta og fjalla um hringrás vatnsins og okkar. Meðfram sýningunni verða þrír vind- og veðurfánar eftir listakonuna dregnir að húni fyrir framan Gerðarsafn í Kópavogi.

Opnunin hefst klukkan 14 í SÍM Gallery, með athöfn og gjörningi með tónverki eftir listakonuna Katrin Hahner. Klukkan 17 heldur opnunin áfram fyrir framan Gerðarsafn þar sem fánarnir þrír verða dregnir að húni.

Sýningin er opin til 21. júlí 2024 en galleríið er opið mánudag til föstudag milli kl. 12 og 16 og laugardaga og sunnudaga milli kl. 13 og 17. Fánana fyrir framan Gerðarsafn má hins vegar sjá allan sólarhringinn.