Drjúgur. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur lagt sitt af mörkum til að rétta við gengi KA eftir erfiða byrjun.
Drjúgur. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur lagt sitt af mörkum til að rétta við gengi KA eftir erfiða byrjun. — Mogunblaðið/Eyþór

„Bikarsigurinn á Fram gæti verið augnablikið þar sem við réttum skipið af,” segir KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sem er leikmaður mánaðarins í Bestu deild karla í fótbolta hjá Morgunblaðinu en valið er byggt á einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni.

KA tapaði tveimur leikjum í Bestu deildinni í júní og vann tvo en að auki vann liðið Fram sannfærandi í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Hallgrímur var ánægður með spilamennsku KA-liðsins í júnímánuði og finnst liðið hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

„Við vorum fannst mér betri í öllum þessum leikjum fyrir utan Blikaleikinn sem mér fannst vera jafn, en á köflum fannst mér við vera með yfirburði þrátt fyrir tapið. En í hinum leikjunum vorum við betri en töpuðum fyrir ÍA á svekkjandi hátt.”

Bull á móti Skaganum

KA tapaði 3:2 fyrir ÍA á heimavelli í spennandi leik 1. júní og sat þá

...