Hallgrímur Mar Steingrímsson, sóknarmaður KA, var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta í júnímánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Hallgrímur fékk fjögur M í fjórum leikjum KA-manna í júní, í umferðum níu til tólf, og er kominn með samtals sex M á tímabilinu en hann missti af fyrstu fjórum leikjum KA í deildinni í vor og hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu sjö leikjum.

Fjórir aðrir leikmenn í deildinni fengu fjögur M í júnímánuði, Valsmennirnir Jónatan Ingi Jónsson, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson og Framarinn Fred Saraiva.

Rétt er að taka fram að leikur Víkings og Fram sem var leikinn 30. júní er talinn með júlímánuði þar sem hann tilheyrir 13. umferðinni.

Þó Hallgrímur hafi misst af fyrstu umferðunum er hann næstefstur KA-manna í M-gjöfinni, á eftir Sveini Margeiri Haukssyni sem er með sjö M.

Jónatan Ingi úr Val er efstur allra í M-gjöfinni

...