Íslenska sveitin sem nú tekur þátt í heimsmeistaramóti öldungasveita 50 ára og eldri við góðar aðstæður í Kraká í Póllandi er skipuð sömu einstaklingum og í þrem síðustu mótum. Borðaröðin hefur verið sú sama í öll skiptin, greinarhöfundur er á 1
Þungt hugsi Íslenska sveitin í 2. umferð HM öldunga, f.h. Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Margeir Pétursson hvíldi í þessari umferð.
Þungt hugsi Íslenska sveitin í 2. umferð HM öldunga, f.h. Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Margeir Pétursson hvíldi í þessari umferð. — Ljósmynd/Heimasíða HM öldunga

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Íslenska sveitin sem nú tekur þátt í heimsmeistaramóti öldungasveita 50 ára og eldri við góðar aðstæður í Kraká í Póllandi er skipuð sömu einstaklingum og í þrem síðustu mótum. Borðaröðin hefur verið sú sama í öll skiptin, greinarhöfundur er á 1. borði, Jóhann Hjartarson á 2. borði, Margeir Pétursson á 3. borði, Jón L. Árnason á 4. borði og 1. varamaður er Þröstur Þórhallsson. Við þessir fimm einstaklingar leitumst við að dreifa álaginu þannig að búast má við að hver liðsmaður tefli sjö skákir og a.m.k. einn átta skákir. Liðstjóri er sem fyrr Jón Gunnar Jónsson. Á síðasta móti sem fram fór í Struga í Norður-Makedóníu varð sveitin í 3.

...