Nútíminn er það skrýtinn að helst má ekki lengur tala um karlmennsku í jákvæðri merkingu. Karlmennska þarf víst að vera eitruð til að hægt sé að ræða hana og um leið fordæma harðlega. Sú sem þetta skrifar er kona sem leyfir sér að dást að alvörukarlmennsku
Fótbolti Lukaku er alvörukarlmaður.
Fótbolti Lukaku er alvörukarlmaður. — AFP

Kolbrún Bergþórsdóttir

Nútíminn er það skrýtinn að helst má ekki lengur tala um karlmennsku í jákvæðri merkingu. Karlmennska þarf víst að vera eitruð til að hægt sé að ræða hana og um leið fordæma harðlega.

Sú sem þetta skrifar er kona sem leyfir sér að dást að alvörukarlmennsku. Slík karlmennska birtist loksins á knattspyrnuvelli á EM þegar Lukaku, leikmaður Belga, sýndi sig. Hann er ekki einn af þessum fíngerðu leikmönnum sem mega ekki við neinu hnjaski og leggjast emjandi í grasið ef andstæðingur potar í þá.

Lukaku er alvörukarlmenni. Hann er hávaxinn og sterkbyggður, ekki fríður en fullur af sjarma sem gerir að verkum að ekki er hægt að hafa augun af honum. Sjónvarpsrýnir sá Lukaku skora þrjú mörk í tveimur leikjum á EM. Öll voru mörkin dæmd

...