Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir koma fram á tónleikum í Hlöðunni Litla-Garði á Akureyri í kvöld klukkan 20. Þar munu þær flytja rímur og íslensk þjóðlög og nálgast þær „hina fornu tónlistarhefð Íslendinga á nýstárlegan og…
Tónleikar Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.
Tónleikar Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir koma fram á tónleikum í Hlöðunni Litla-Garði á Akureyri í kvöld klukkan 20. Þar munu þær flytja rímur og íslensk þjóðlög og nálgast þær „hina fornu tónlistarhefð Íslendinga á nýstárlegan og skapandi hátt svo úr verður seiðandi hljóðheimur“ eins og segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að Ragnheiður og Þórhildur hafi lengi deilt ást á íslenskum þjóðlögum. Með verkefninu, sem hefur yfirskriftina Dísir ljóða, sameini þær loks krafta sína. Ásamt þeim leika organistinn Eyþór Ingi Jónsson og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.