Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, bindur vonir við að framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund hefjist síðar í sumar. Hann segir þróun álverðs að óbreyttu munu hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins í ár
Vatnsaflsvirkjun Bætt verður við einum hverfli í Sigöldustöð og verður afl stöðvarinnar þannig aukið.
Vatnsaflsvirkjun Bætt verður við einum hverfli í Sigöldustöð og verður afl stöðvarinnar þannig aukið. — Ljósmynd/Landsvirkjun

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, bindur vonir við að framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund hefjist síðar í sumar. Hann segir þróun álverðs að óbreyttu munu hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins í ár.

Fjallað var um þróun álverðs í Morgunblaðinu í gær. Álverðið er nú um 2.500 dalir á tonnið í Kauphöllinni með málma í London (LME) og því töluvert hærra en í fyrra. Álverð hækkaði í kjölfar farsóttarinnar og var hátt árin 2021 og 2022 en lækkaði í fyrra. Það hefur síðan hækkað.

„Þótt álverð sé aðeins undir væntingum markaðsaðila er það engu að síður ágætt og hefur þar af leiðandi nokkuð jákvæð áhrif hjá okkur,“ segir Hörður en raforkusamningar fyrirtækisins til álveranna eru að hluta tengdir

...