40 ára Guðrún er fædd í Reykjavík og uppalin í Seláshverfi í Árbæ. Hún gekk í Selásskóla og Árbæjarskóla, síðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, útskrifaðist þaðan 2004 og fór svo í ársfrí frá námi og ferðaðist þá til dæmis til Ástralíu. Hún var í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA próf árið 2008.

„Ég starfaði samhliða námi hjá Morgunblaðinu. Eftir háskólanámið ferðaðist ég heilmikið, var í Suðaustur Asíu og bjó um nokkurra mánaða skeið á Indlandi.” Hún starfaði hjá hestatímaritinu Eiðfaxa í um fimm ár og hóf svo mastersnám í umhverfis- og auðlindafræði árið 2015 og vann þá samhliða hjá Bændablaðinu. „Ég hef því starfað þar í um áratug, sem blaðamaður, auglýsingastjóri og nú síðastliðin tvö ár sem ritstjóri. Starfið er allt í senn krefjandi, skemmtilegt, erilsamt og gefandi en ég nýt þeirra forréttinda

...