Sýning Rakelar McMahon Trú Blue opnar í gallerí Þulu í Marshallhúsinu í dag klukkan 17. Á sýningunni rannsakar listakonan „samband okkar við trúna og innri togstreitur“, líkt og segir í tilkynningu
Myndlist Rakel McMahon opnar sýninguna Trú Blue í gallerí Þulu í dag.
Myndlist Rakel McMahon opnar sýninguna Trú Blue í gallerí Þulu í dag.

Sýning Rakelar McMahon Trú Blue opnar í gallerí Þulu í Marshallhúsinu í dag klukkan 17. Á sýningunni rannsakar listakonan „samband okkar við trúna og innri togstreitur“, líkt og segir í tilkynningu. Rakel er m.a. með MA-gráðu í myndlist frá LHÍ og hafa verk hennar verið sýnd bæði hér á landi og erlendis. Í verkum sínum fæst hún við málefni á borð við kyn, kynhneigð og staðalímyndir, eins og einnig kemur fram í tilkynningu.

Í sýningartexta rithöfundarins Maríu Elísabetar Bragadóttur segir: „Þetta er gamall leikur. Að stökkva og finna að djúpið er bæði undir okkur og yfir okkur. Reginmuninn á löngun og þörf sjáum við á því hvernig þær búa sig undir stökkið. Í fljótu bragði líta þær eins út þar sem þær standa hlið við hlið á háum súlum. En þær eru ólíkar. Löngunin horfir upp. Þörfin er niðurlút. Ég er ekki að segja að þær hatist en þetta er ómögulegt samtal því

...