Frjálsíþróttakonan Erna Sóley Gunnarsdóttir er fimmti íslenski keppandinn sem tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum í París, en þeir hefjast í lok mánaðarins. Ernu Sóleyju, sem keppir í kúluvarpi, bárust þær fregnir í gærmorgun að hún væri á leið á…
ÓL Erna Sóley Gunnarsdóttir við keppni á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi þar sem hún sló eigið Íslandsmet í kúluvarpi.
ÓL Erna Sóley Gunnarsdóttir við keppni á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi þar sem hún sló eigið Íslandsmet í kúluvarpi. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ólympíuleikar

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Frjálsíþróttakonan Erna Sóley Gunnarsdóttir er fimmti íslenski keppandinn sem tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum í París, en þeir hefjast í lok mánaðarins. Ernu Sóleyju, sem keppir í kúluvarpi, bárust þær fregnir í gærmorgun að hún væri á leið á sína fyrstu leika og verður um leið fyrsta íslenska konan sem keppir í kúluvarpi á Ólympíuleikum.

„Það er bara svakaleg gleði. Ég er ótrúlega ánægð með að fá þessar fréttir. Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar ég fékk símhringinguna núna áðan [í gær]. Þetta er ótrúlega gaman,” sagði hin 24 ára gamla Erna Sóley og hló er hún ræddi við Morgunblaðið í hádeginu í gær.

Fyrr í vikunni var útlit fyrir að

...