Þjóðfylkingarflokkur Marine Le Pen er talinn sigurstranglegur í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram á morgun. Líkurnar á afgerandi meirihluta flokksins á þingi fara þó dvínandi. Könnunarfyrirtækið Ipsos spáir að flokkur Le Pen tryggi …
Frakkland Flokkur Le Pen er talinn sigurstranglegur í seinni umferð.
Frakkland Flokkur Le Pen er talinn sigurstranglegur í seinni umferð. — AFP/Dimitar Dilkoff

Þjóðfylkingarflokkur Marine Le Pen er talinn sigurstranglegur í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram á morgun. Líkurnar á afgerandi meirihluta flokksins á þingi fara þó dvínandi. Könnunarfyrirtækið Ipsos spáir að flokkur Le Pen tryggi sér 175 sæti gegn 205 sætum, en könnunarfyrirtækið Ifop telur að flokkurinn gæti náð 210 sætum. Flokkurinn þyrfti 289 sæti til þess að tryggja sér afgerandi meirihluta á þingi.

Mikil spenna hefur einkennt kosningarnar og liðlega fimmtíu frambjóðendur og aðgerðasinnar hafa orðið fyrir líkamsárásum í aðdraganda þeirra. Búið er að kalla út 30.000 lögreglumenn til að standa vaktina á kjördegi.

Óeirðirnar eru að mestu í tengslum við umdeilda arfleifð Þjóðafylkingarflokksins sem er talinn vera langt til hægri. Flokkurinn hefur stillt sér upp á móti Evrópusambandinu og straumi innflytjenda til Frakklands. Flokkurinn fékk flest atkvæði allra flokka í fyrri umferð kosninganna, eitthvað sem honum hefur aldrei tekist áður.

...