2001 „Nú blasir þetta við og þá er manni ljóst að heimurinn verður ekki sá sami á morgun og var í dag. Það mun margt breytast.“ Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra
Tvíburaturnarnir Mikil sprenging varð þegar flugvél var stýrt inn í seinni turninn og rykský lagðist yfir Manhattan.
Tvíburaturnarnir Mikil sprenging varð þegar flugvél var stýrt inn í seinni turninn og rykský lagðist yfir Manhattan. — AFP/Spencer Platt

Baksvið

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

„Óttast er að gífurlegur fjöldi fólks, jafnvel þúsundir manna, hafi týnt lífi er óþekktir hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin í gær. Árásin fór þannig fram að farþegaþotum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum var rænt og þeim flogið á World Trade Center-bygginguna í New York og Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington. Hvorki samtök né tiltekið ríki höfðu lýst yfir árásinni þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Bandaríkjastjórn grunar hins vegar að sádiarabíski hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden hafi staðið að árásinni.“

Þannig hófst umfjöllun Morgunblaðsins 12. september 2001 um einn áhrifamesta atburð heimssögunnar í seinni tíð þegar 19 hryðjuverkamenn á vegum samtakanna

...