„Orgelið í Hallgrímskirkju er alveg stórkostlegt hljóðfæri og vel þekkt úti í heimi. Ég fæ reglulega tölvupósta og vinabeiðnir frá organistum alls staðar að sem langar til að koma í kirkjuna og spila,“ segir Björn Steinar Sólbergsson,…
Litbrigði „Með orgelinu er hægt að draga fram svo marga liti og blæbrigði,“ segir Björn Steinar. Á myndinni er Kjartan Jósefsson Ognibene organisti.
Litbrigði „Með orgelinu er hægt að draga fram svo marga liti og blæbrigði,“ segir Björn Steinar. Á myndinni er Kjartan Jósefsson Ognibene organisti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Orgelið í Hallgrímskirkju er alveg stórkostlegt hljóðfæri og vel þekkt úti í heimi. Ég fæ reglulega tölvupósta og vinabeiðnir frá organistum alls staðar að sem langar til að koma í kirkjuna og spila,“ segir Björn Steinar Sólbergsson, organisti og tónlistarstjóri í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Orgelsumar hefst í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, og stendur til 25. ágúst. Haldnir verða 15 orgeltónleikar yfir sumarið, hádegistónleikar á laugardögum og síðdegistónleikar á sunnudögum. Á Menningarnótt laugardaginn 24. ágúst verður síðan boðið upp á orgelmaraþon.

Að sögn Björns Steinars er hátíðin í ár einstaklega fjölbreytt og munu þekktir organistar stíga á svið, jafnt erlendir og íslenskir. „Á upphafstónleikunum, sem fara fram á morgun klukkan

...