Íslandssagan er full af dæmum um stórhuga fólk sem tók afdrifaríkar ákvarðanir með hagsmuni lands og þjóðar í huga. Ákvarðanir, stundum erfiðar, þar sem hagsmunir almennings voru settir í forgang. Þess vegna erum við það sem við erum, þjóð framfara…
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Íslandssagan er full af dæmum um stórhuga fólk sem tók afdrifaríkar ákvarðanir með hagsmuni lands og þjóðar í huga. Ákvarðanir, stundum erfiðar, þar sem hagsmunir almennings voru settir í forgang. Þess vegna erum við það sem við erum, þjóð framfara og velmegunar sem fáa hefði dreymt um fyrir ekki svo mörgum áratugum.

En sagan geymir líka dæmi um hið gagnstæða, miklu færri þó sem betur fer. Og þeir virðast til sem vilja afturför frekar en framfarir. Sennilega er slík vitleysa færð af þeim sjálfum í einhvern annan og skárri búning en við hin sjáum svo augljóslega. Eitt dæmið er endalaus áróður gegn Evrópusambandinu, ekki bara gegn aðild Íslands að því mikilvæga bandalagi Evrópuþjóða, heldur gegn sambandinu sem slíku. Endamarkmiðið virðist vera að koma Íslandi út úr Evrópska efnahagssvæðinu, með öðrum orðum skjóta okkur efnahagslega aftur um nokkra áratugi. Meiri framfarirnar það!

...