Karl III, konungur Bretlands, hefur skipað Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins forsætisráðherra eftir stórsigur flokksins í kosningunum í fyrradag. Stuttu fyrir skipun Starmers fór Rishi Sunak fyrrverandi forsætisráðherra á fund konungs til að að biðjast lausnar
Downingstræti Keir Starmer og eiginkona hans fyrir utan Downingstræti 10 í gær, eftir að Starmer var skipaður forsætisráðherra Bretlands.
Downingstræti Keir Starmer og eiginkona hans fyrir utan Downingstræti 10 í gær, eftir að Starmer var skipaður forsætisráðherra Bretlands. — AFP/Paul Ellis

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Karl III, konungur Bretlands, hefur skipað Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins forsætisráðherra eftir stórsigur flokksins í kosningunum í fyrradag. Stuttu fyrir skipun Starmers fór Rishi Sunak fyrrverandi forsætisráðherra á fund konungs til að að biðjast lausnar. Sunak ávarpaði bresku þjóðina fyrir utan Downingstræti og bað hana afsökunar. Hann sagði þjóðina hafa gefið skýrt merki um að ríkisstjórn Bretlands þyrfti að taka breytingum. Þá axlaði hann ábyrgð á slöku gengi flokksins í kosningunum og lét af embætti formanns Íhaldsflokksins.

Verkamannaflokkur Starmers hefur þannig steypt Íhaldsflokknum af stóli eftir fjórtán ára stjórnarsetu. Starmer hefur setið á breska þinginu í níu ár fyrir Holborn og St. Pancras og starfaði áður sem mannréttindalögmaður og saksóknari. Hann er 61 árs gamall

...