ÍA og ÍBV styrktu verulega stöðu sína í 1. deild kvenna í fótbolta í gærkvöld með því að leggja Grindavík og Aftureldingu að velli í fyrstu leikjunum í tíundu umferð deildarinnar. Skagakonur, sem eru nýliðar í deildinni, unnu sinn fimmta sigur í…
Mark Kolfinna Eir Jónsdóttir skorar annað mark Skagakvenna í sigurleiknum gegn Grindvíkingum í Safamýri í gærkvöld.
Mark Kolfinna Eir Jónsdóttir skorar annað mark Skagakvenna í sigurleiknum gegn Grindvíkingum í Safamýri í gærkvöld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

ÍA og ÍBV styrktu verulega stöðu sína í 1. deild kvenna í fótbolta í gærkvöld með því að leggja Grindavík og Aftureldingu að velli í fyrstu leikjunum í tíundu umferð deildarinnar.

Skagakonur, sem eru nýliðar í deildinni, unnu sinn fimmta sigur í fyrstu níu leikjunum en þær eiga leik til góða á keppinautana. Þær komust í þriðja sætið með því að sigra Grindavík á útivelli í Safamýri í Reykjavík, 2:1.

Erla Karitas Jóhannesdóttir og Kolfinna Eir Jónsdóttir komu ÍA í 2:0 en Júlía Ruth Thasaphong minnkaði muninn fyrir Grindavík.

ÍBV vann Aftureldingu á sannfærandi hátt í Eyjum, 4:1, og hefur rétt verulega úr kútnum eftir slæma byrjun. Eyjakonur sátu í fallsæti til skamms tíma en eru komnar í fjórða sætið eftir tvo góða sigra í röð gegn tveimur af efstu liðunum.

...