Efnahags- og viðskiptanefnd bíður nú svara úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi lagabreytingu er snýr að niðurfellingu persónuafsláttar eftirlauna- og lífeyrisþega sem búa erlendis. Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og…

Efnahags- og viðskiptanefnd bíður nú svara úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi lagabreytingu er snýr að niðurfellingu persónuafsláttar eftirlauna- og lífeyrisþega sem búa erlendis. Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir nefndina hafa lagt fram spurningar er varða hugsanleg fjárhagsleg áhrif af lagabreytingunni og eins hve stór hópur falli undir hana.

Samkvæmt upplýsingum úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu njóta eftirlauna- og lífeyrisþegar nú þegar tvöfaldra ívilnana með persónuafslætti í búseturíki erlendis eða frá Íslandi, komi meirihluti teknanna héðan. Það skýri umrædda lagabreytingu.

...