Afsökunarbeiðni Sunak bað bresku þjóðina afsökunar í ávarpi í gær.
Afsökunarbeiðni Sunak bað bresku þjóðina afsökunar í ávarpi í gær. — AFP/Henry Nicholls

Rishi Sunak, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, bað bresku þjóðina afsökunar er hann kvaddi Downingstræti 10 í gær og sagði að hann myndi segja af sér formennsku Íhaldsflokksins. Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi fyrir Verkamannaflokknum í kosningum til breska þingsins. Sunak er sagður hafa haldið í vonina um að betri horfur í efnahagslífinu færðu honum og flokki hans frekari stuðning í kosningunum. „Við þjóðina vil ég fyrst og fremst segja: Ég biðst afsökunar,“ sagði Sunak fyrir utan Downingstræti í gær áður en hann hélt á fund Karls III konungs til þess að biðjast lausnar frá embættinu.

„Ég hef lagt mig allan fram í embætti forsætisráðherra, en skilaboð ykkar eru skýr um að ríkisstjórn Bretlands þarf að taka breytingum og álit ykkar er það eina sem skiptir máli,“ sagði hann og axlaði ábyrgð á ósigrinum. „Ég hef hlustað á reiði ykkar, vonbrigði og axla ábyrgð á ósigrinum.“

Sunak er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins síðan 2010

...