Lilja Pálsdóttir fæddist 28. október 1955. Hún lést 4. júní 2024.

Lilja var jarðsungin 19. júní 2024.

Daginn eftir að Lilja systir okkar lést sátum við Magga systir saman og ræddum minningarorð sem ég ætlaði að taka að mér að skrifa. Engan grunaði að það yrði okkar síðasti fundur, en Magga lést aðeins fjórum dögum á eftir Lilju. Báðar höfðu glímt við veikindi í nokkur ár, hvor á sinn hátt. En það má segja að með baráttu- þreki sínu næðu þær að lengja tímann sem þær fengu með ástvinum sínum og afkomendum.

Lilja var fædd á Skúfslæk í Villingaholtshrepp, önnur í röð okkar systkina. Mamma bjó þar í foreldrahúsum, en pabbi vann sem ýtumaður hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Þegar Lilja var um tveggja ára gömul hófu foreldrar okkar formlega búskap og þau fluttust saman á Selfoss. Pabbi var þá orðinn mjólkurbílstjóri á brúsabíl frá

...