Jóhann Sigtryggsson fæddist 10. júlí 1938. Hann lést 20. júní 2024.

Móðir Jóhanns var Aðalheiður Albertsdóttir, f. 1898 í Hólkoti í Möðruvallaklausturssókn, og faðir hans var Sigtryggur Jónsson, f. á Jökli í Eyjafirði 1891.

Hann var yngstur fjögurra systkina, 13 árum yngri en Unnur Kristjana, f. 1925. Hann átti tvær aðrar systur, Þóru Aðalheiði, f. 1919, og Jónínu Valgerði, f. 1920.

Útför fór fram í kyrrþey.

Hann Jói var gestrisinn og hress. Hann sagði frá og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Hann mundi fyrst eftir sér í Laxdalshúsi, þegar sjórinn og fjaran var upp við lóðarhellurnar. Jói byrjaði ungur að fara á samkomur í æskulýðsfélaginu sem séra Pétur Sigurgeirsson stofnaði. Þar fékk hann biblíumyndir, sem hann varðveitti alla tíð. Séra Pétur átti heima

...