Það er von mín að forlagið Veröld viðurkenni athafnir drengjanna og biðjist afsökunar á þeim opinberlega.
Jón Viðar Jónmundsson
Jón Viðar Jónmundsson

Jón Viðar Jónmundsson

Greinarheitið lýsir athöfnum sem frekar fáir leggja stund á. Í fréttum á þessu ári var að vísu að tveir norskir ráðherrar hröktust úr embætti vegna slíks verknaðar. Minnist líka fyrir löngu kjaftasks hjá Háskóla Íslands sem hlaut ákúrur fyrir svona vinnubrögð vegna skrifa sem hann meinti að væru bókmenntaskrif. Man ekki hvort dómstólar lögðu á hann sektir vegna þess. Í öllu falli virðist ljóst að slíkar athafnir eru víða taldar ámælisverðar og víða lögbrot.

Þessi afbrot fremja menn örsjaldan og þá ef þeir taka sér penna í hönd og fara að skrifa í eigin nafni beint eftir eldri skrifum annarra, geta ekki heimilda og láta í það skína að flaggað sé eigin texta. Góðu heilli er svona þjófnaður fátíður hérlendis. Í síðasta jólabókaflóði rak hins vegar á fjörur mínar bók þar sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð í stórum stíl. Þar sem

...