Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) leggja brátt af stað í sinn árlega vísindaleiðangur til Surtseyjar en þeir munu verða að störfum í eyjunni dagana 15.-18. júlí. Að þessu sinni verða með í för tveir franskir kvikmyndatökumenn en þeir…
Rannsóknir Jarðfræðingar frá NÍ að mæla í Surtsey í fyrra.
Rannsóknir Jarðfræðingar frá NÍ að mæla í Surtsey í fyrra. — Ljósmynd/Birgir Vilhelm Óskarsson

Sigríður Helga Sverrisdóttir

sigridurh@mbl.is

Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) leggja brátt af stað í sinn árlega vísindaleiðangur til Surtseyjar en þeir munu verða að störfum í eyjunni dagana 15.-18. júlí. Að þessu sinni verða með í för tveir franskir kvikmyndatökumenn en þeir hyggjast gera skýrslu um leiðangurinn og nota dróna til að taka upp.

Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunarinnar, Elín Líndal Finnbogadóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mismunandi hverjir færu út í eyjuna hverju sinni. Það væru ekki alltaf jarðfræðingar heldur stundum aðrir sérfræðingar. Stundum væri einn og stundum tveir hópar vísindamanna en það færi eftir því hvað eini skálinn í eyjunni, svokallaður Pálsskáli, gæti tekið margt fólk. Í hópnum nú eru fjórir frá Náttúrufræðistofnun, einn frá Landbúnaðarháskólanum og landvörður frá Umhverfisstofnun.

...