— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

„Við höfum ekki séð aðra eins mætingu, hvorki hjá bílum né gestum í Árbæjarsafni, í öll þau ár sem við höfum heimsótt safnið,“ segir Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

120 ára afmæli bílsins á Íslandi var fagnað á fornbílasýningu í Árbæjarsafninu í gær, en fyrsti bíllinn kom til landsins árið 1904.

Rúnar segir Fornbílaklúbbinn standa fyrir að minnsta kosti einni sýningu á ári í Árbæjarsafninu en hvorki félagsmenn né safnið hafi áður séð jafn marga gesti. Einnig hafi hann aldrei séð svo marga af bílum

...