Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um svonefnda sólarsellustyrki. Um tilraunaverkefni er að ræða og hefur ekki verið gert hér á landi áður, segir Sigurður Ingi Friðgeirsson framkvæmdastjóri Orkuseturs
Sólarsellur Nýir styrkir geta numið allt að 50% af efniskostnaði.
Sólarsellur Nýir styrkir geta numið allt að 50% af efniskostnaði. — AFP

Guðrún S. Arnalds

gsa@mbl.is

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um svonefnda sólarsellustyrki. Um tilraunaverkefni er að ræða og hefur ekki verið gert hér á landi áður, segir Sigurður Ingi Friðgeirsson framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Styrkjunum er ætlað að aðstoða við uppsetningu á sólarsellum, til að framleiða rafmagn frá sólarbirtunni. Jafnt einstaklingar sem lögaðilar geta sótt um styrki. Við úthlutun þeirra eru í forgangi notendur utan samveitna, á dreifbýlistaxta og

...