Erlendir svikahrappar geta nú þóst hringja úr íslenskum símanúmerum til þess að reyna að klekkja á fólki. Slík símtöl bárust landsmönnum til dæmis nú um helgina. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri öryggissveitar CERT-IS, segir…

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Erlendir svikahrappar geta nú þóst hringja úr íslenskum símanúmerum til þess að reyna að klekkja á fólki. Slík símtöl bárust landsmönnum til dæmis nú um helgina. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri öryggissveitar CERT-IS, segir svindlherferðirnar koma í lotum og nú virðist áhersla vera lögð á þessa aðferð en fjölgun hafi orðið á tilfellum í öllum gerðum svindlmála.

„Núna þykjast þeir vera tæknimenn frá Microsoft en það er alveg hægt að beita sömu aðferð og þykjast vera í forsvari fyrir hvaða félag sem er. Svo er rosa erfitt að verjast þessu því í raun kemur símtalið að utan, er útlenskt númer, en menn geta bara með einföldu appi falsað númerið sem þetta er að koma frá og látið það líta út eins og hvaða íslenskt númer sem er.

...