Nýlega bárust af því fregnir að Sýn hefði náð Enska boltanum til baka af Símanum, sem hefur verið með útsendingarréttinn síðustu fimm árin. Enn þurfa unnendur Enska boltans að fara að þvælast með áskriftirnar, þ.e
Einfalt Ljósvaki saknar Marteins Mosdals.
Einfalt Ljósvaki saknar Marteins Mosdals.

Björn Jóhann Björnsson

Nýlega bárust af því fregnir að Sýn hefði náð Enska boltanum til baka af Símanum, sem hefur verið með útsendingarréttinn síðustu fimm árin.

Enn þurfa unnendur Enska boltans að fara að þvælast með áskriftirnar, þ.e. þeir sem kjósa að fara þá leið. Það munu vissulega vera til fleiri leiðir til að ná þessum útsendingum, sumar jafnvel ólöglegar og án kostnaðar fyrir notandann. Þá er yfirleitt um sjóræningjaleið að ræða og gæðin á skjánum eftir því þar sem sést kannski bara önnur hver sókn.

Sýningarréttur á þessu sjónvarpsefni er svimandi hár, skiptir milljörðum, og fyrirkomulagið komið út í tóma vitleysu. Ljósvaki tók gylliboði Símans síðasta haust og yfirgaf myndlykil og flestar áskriftir Sýnar, með tilboðum um að lækka sjónvarpskostnaðinn. Hann var fljótt kominn í sömu hæðir og ávinningurinn lítill sem enginn. Þegar Sýn fær Enska boltann á næsta ári mun

...