Arnar Herbertsson fæddist á Siglufirði 11. maí 1933. Hann lést á Landspítala Fossvogi 4. apríl 2024.

Foreldrar Arnars voru Lovísa María Pálsdóttir húsmóðir og verkakona, f. 25. nóvember 1908, d. 9. júlí 1975, og Herbert Sigfússon málarameistari á Siglufirði, f. 18. maí 1907, d. 19. júní 1984. Bróðir Arnars samfeðra er Þór, f. 29. desember 1929, d. 7. desember 2020.

Eftirlifandi eiginkona Arnars er Kristjana G. Aðalsteinsdóttir lyfjatæknir, f. 2. maí 1933. Arnar og Kristjana voru jafnaldrar og ólust saman upp á Siglufirði, þau gengu í hjónaband árið 1954. Þau bjuggu á Siglufirði í upphafi hjúskapar síns en fluttu síðan til Reykjavíkur árið 1962 og bjuggu lengst af á Þjórsárgötu í litla Skerjafirði.

Börn þeirra eru: 1) Sigríður Lovísa, f. 25. desember 1954, maki Philippe Patay, börn þeirra

...