Á undanförnum rúmum áratug hefur umtalsverður árangur náðst í efnahagsmálum á Íslandi eftir högg fjármálaáfallsins haustið 2008. Aðferðafræði stjórnvalda gagnvart þrotabúum hinna föllnu banka skipti þar sköpum þar sem ríkissjóður Íslands leysti til…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Á undanförnum rúmum áratug hefur umtalsverður árangur náðst í efnahagsmálum á Íslandi eftir högg fjármálaáfallsins haustið 2008. Aðferðafræði stjórnvalda gagnvart þrotabúum hinna föllnu banka skipti þar sköpum þar sem ríkissjóður Íslands leysti til sín verðmæti upp á hundruð milljarða króna sem nýttust meðal annars við skuldaleiðréttingu heimilanna, uppbyggingu innviða samfélagsins og verulega lækkun skulda ríkissjóðs. Á sama tíma hefur hagvöxtur verið þróttmikill heilt yfir sem og kaupmáttaraukning launa.

Í vikunni birti tímaritið The Economist efnahagslegan samanburð á milli ríkja heims fyrir árið 2023, byggðan á þremur mælikvörðum sem tímaritið telur að gefi fyllri mynd í slíkum samanburði. Þeir eru; landsframleiðsla á mann í bandaríkjadölum, jafnvirðismælikvarðinn (e. Purchasing Power Parities, PPP) til að umreikna landsframleiðslu einstakra landa þegar tillit er tekið til verðlags og landsframleiðslu

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir