Viðbúnaður Öryggissvæði lögreglu í Södertälje merkt með bláu.
Viðbúnaður Öryggissvæði lögreglu í Södertälje merkt með bláu. — Kort/Sænska lögreglan

Svo rammt hefur kveðið að vægðarlausu ofbeldi í bænum Södertälje, vestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, að lögregla þar hefur komið á sérstöku öryggissvæði í hverfunum Västra Blombacka og Geneta.

Í því felst að lögregla mun hafa sérstakan viðbúnað og mannskap á svæðinu tímabilið 6. til 19. júlí og hafa uppi fyrirbyggjandi aðgerðir án sérstaks fyrirvara sem meðal annars felast í líkamsleit á vegfarendum og leit í ökutækjum.

Aðfaranótt mánudags var liðsmaður Telge-klíkunnar skotinn fjölda skota í Blombacka og var hann örendur er lögregla kom á vettvang en miklar viðsjár hafa verið með þeirri klíku og annarri sem dregur nafn sitt af bænum og kallast einfaldlega Södertälje-klíkan. Þeir Telge-menn tilheyrðu henni raunar þar til þeir klufu sig út eftir deilur fyrir nokkrum árum og stofnuðu eigið bandalag.

Óttast lögregla nú röð hefndarvíga í kjölfar atburðarins á þriðjudagsnótt sem hún rannsakar nú og eru brunarústir léttbifhjóls, eða vespu, sem fundust

...