Greina mátti óróleika á meðal stjórnenda margra stærstu fyrirtækja Frakklands á árlegu viðskiptaþingi sem haldið var í Aix-en-Provence yfir helgina. Hefur staða Emmanuels Macrons farið versnandi og óttast leiðtogar atvinnulífsins að aukin ítök…
Byrðar Menn að störfum í verksmiðju Renault í Bourg-en Bresse.
Byrðar Menn að störfum í verksmiðju Renault í Bourg-en Bresse. — AFP/Olivier Chassignole

Greina mátti óróleika á meðal stjórnenda margra stærstu fyrirtækja Frakklands á árlegu viðskiptaþingi sem haldið var í Aix-en-Provence yfir helgina. Hefur staða Emmanuels Macrons farið versnandi og óttast leiðtogar atvinnulífsins að aukin ítök öfgaflokka á vinstri- og hægrivæng franskra stjórnmála geti leitt til þess að stjórnvöld þar í landi vindi ofan af sumum af þeim umbótum sem Macron hefur komið til leiðar frá því hann tók við forsetaembættinu fyrir sjö árum.

Stefna Macrons þykir hafa liðkað fyrir atvinnurekstri í Frakklandi, m.a. með því að létta ýmsum kvöðum af vinnuveitendum þar í landi og minnka skattbyrði atvinnulífsins lítils háttar. Nái róttækustu flokkarnir á vinstri- og hægrivængnum betri fótfestu í franskri pólitík má reikna með að þeir muni t.d. reyna að gera að engu nýlega hækkun á lífeyrisaldri í landinu og leggja aftur á sérstakan auðlegðarskatt á fjármagnseignir.

...