Lokadagur Landsmóts hestamanna sem hestamannafélögin Fákur og Sprettur héldu í sameiningu var í gær. Mikil stemning var um helgina í Víðidal í íslenskri sumarblíðu og var stöðugur straumur fólks á mótið
Sigurstund Matthías Sigurðsson sigurvegari í ungmennaflokki á landsmótinu í gær. Unga kynslóðin þótti stela sviðsljósinu af þeim eldri.
Sigurstund Matthías Sigurðsson sigurvegari í ungmennaflokki á landsmótinu í gær. Unga kynslóðin þótti stela sviðsljósinu af þeim eldri. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

Lokadagur Landsmóts hestamanna sem hestamannafélögin Fákur og Sprettur héldu í sameiningu var í gær. Mikil stemning var um helgina í Víðidal í íslenskri sumarblíðu og var stöðugur straumur fólks á mótið. Talið er að um tíu þúsund manns hafi verið þegar mest var. Öll aðstaða og umgjörð var til fyrirmyndar fyrir hesta og menn.

Hestakosturinn á landsmótinu í öllum greinum í ár fór langt umfram væntingar mótsgesta og er hann talinn vera sá besti á síðari árum.

Á laugardaginn sigraði Jakob Svavar Sigurðsson í töltkeppni á Skarpi frá Kýrholti með 9,39 í einkunn. Er þetta í fyrsta sinn sem Jakob Svavar sigrar í töltkeppni á landsmóti og var sigurinn löngu tímabær.

...